Líf og fjör á bryggjunni

MS Lifter kom færandi hendi frá Tallinn í Eistlandi í fyrri nótt og hefur löndun úr skipinu staðið yfir í gær og dag. Uppistaða farmsins er áburður en þarna eru líka vélar, vagnar og tæki frá Samasz, Palmse, POM, Metal Fach, Tiki, Ferrel auk girðingarstaura, garðhúsa og fleira.

Vaskur hópur manna vinnur við löndun farmsins og búist við að verkið klárist í kvöld. Þegar er farið að keyra áburði til kaupenda en skipið mun einnig losa áburð á Sauðárkróki, Þórshöfn og Reyðarfirði.


Related Posts