Sagan okkar

Búvís var stofnað í janúar 2006.

 

Búvís sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Vaxandi þáttur í rekstrinum er einnig sala á vörum til annarra hópa, til dæmis sturtuvögnum og háþrýstidælum.

 

Búvís hefur hlotið frábærar viðtökur meðal viðskiptavina. Fyrirtækið hefur því vaxið hratt og í dag bjóðum við mikið úrval af hágæða vörum og kappkostum að þjónusta vörurnar með aukahlutum, varahlutum og góðri þjónustu. Til þess að hægt sé að bjóða vörur í hæsta gæðaflokki og á eins hagkvæmu verði og möguleiki er, höfum við lagt áherslu á að halda yfirbyggingu í lágmarki og lágmarka flutningskostnað, sem er sívaxandi kostnaðarliður.

 

Búvís hefur verið valið sem framúrskarandi fyrirtæki núna 6 ár í röð (2013-2019).

Starfsfólkið okkar

Einar Guðmundsson

Netfang: einar@buvis.is

Sími: 465 1332 / 660 1648

Valgeir Anton Þórisson

Netfang: vanton@buvis.is

Sími: 465 1332 / 862 4003

Gunnar Guðmundarson

Netfang: gunnar@buvis.is

Sími: 465 1332 / 899 9193

Valdemar Pálsson

Netfang: valdemar@buvis.is

Sími: 465 1332 / 659-4149

Hallgrímur Harðarson

Netfang: halli@buvis.is

Sími: 465 1332