Almennt

Við hjá Búvís leggjum mikla og ríka áherslu á persónuvernd og er umhugað um öryggi persónuupplýsinga. Mikilvægt er að þú lesir og skiljir þessa persónuverndarstefnu vegna þess að í henni er útskýrt hvernig og hvers vegna við söfnum og notum persónuupplýsingar. Þegar þú heimsækir vef okkar www.buvis.is, þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Við miðlum þeim upplýsingum ekki til annarra. Með því að heimsækja vefinn og samþykkja skilmálann lýsir þú yfir samþykki um persónuvernd og öryggi. 

Hvað eru persónuupplýsingar ? 

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera kleift að persónugreina hann. Ekki er átt við nafnlaus gögn, en það eru upplýsingar sem persónugreinandi gögn hafa verið fjarlægð úr.

Hvernig notum við persónuupplýsingar og hvað eru vafrakökur ?

Búvís notar Google Analytics frá Google sem er stafrænt markaðssetningartól. Ekki er gerður greinarmunur á stökum notendum. GA notar sínar eigin vefkökur til að fylgjast með hegðun notenda á vefsíðunni. Þegar farið er inn á vefsíðuna samþykkir notandi eða ekki að vista vafrakökur (e.cookies) í tæki viðkomandi. Þetta eru litlar textarskrár sem eru notaðar til að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn til að greina heimsóknir þeirra. Aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingar sem geymdar eru í fótsporinu.

Með því að samþykkja þessa skilmála um notkun á fótsporum er okkur veitt heimild til að safna og greina upplýsingar eins og t.d : 

  • Fjöldi gesta og innlit frá gestum. 
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft. 
  • Hvaða vefsvæði vísaði notenda á vefinn. 
  • Hvaða stýrikerfi eru notað til að skoða vefinn. 
  • Hvaða vafri er notaður. 
  • Hvenær dags vefur er skoðaður. 
  • Auðkenna notendur sem hafa skráð sig inn á vefinn og sníða leit og þjónustu við notendur til samræmis við auðkenninguna
  • Efla og vinna að framförum þjónustu vefsvæðisins með því að hafa upplýsingar um notkun þess

Þessar upplýsingar eru notaðar til þess afla vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni notendur hafa áhuga á að skoða. Þannig getum við aðlagað vefinn betur að þörfum þeirra.

Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti fótsporum. Einnig á að vera hægt að eyða þeim. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum útgefenda flestra vafra.

Slökkva á vafrakökum

Notendum er alltaf mögulegt og heimilt að stilla netvafra sína þannig að slökkt sé á notkun á vefkökum, svo þær vistist ekki eða netvafrinn óski eftir heimild notenda fyrst. Getur slíkt þó dregið úr aðgangi að ákveðnum síðum á vefsvæðinu og þjónustu þeim tengdum. Við leitumst aldrei við að greina hegðun notenda niður á einstaklinga heldur nýtum þessar upplýsingar aðeins í nafnlausum og almennum tilgangi. Þannig getum við bætt þjónustuna okkar með tímanum.

Hversu lengi geymum við vafrakökur ? 

Heimilt er að geyma vefkökur í tölvum notenda í að hámarki 24 mánuði, frá því að notandi heimsótti síðast vefsíðu Búvís.

Meðferð á persónuupplýsingum

Farið verður með allar persónuupplýsingar sem verða til við notkun á vefkökum í samræmi við persónuverndarlög. Er stefna þessi byggð á gildandi persónuverndarlögum, sem og almennu persónuverndarreglugerðinni, sbr. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 206/679 frá 27. apríl 2016.

Búvís  lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðru skyni en samkvæmt framangreindu. Þar að auki verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar notenda verða ekki sendar til þriðju aðila nema lög kveði á um annað.