Ný vara – Ilmur viðarperlur
Ilmur er nýr íslenskur undirburður fyrir dýr og hentar sérstaklega vel undir hestinn. Viðarperlur sem eru 6mm í þvermál, unnar úr völdu úrvalshráefni, íslenskum smáviði, lerki, furu og greni ásamt hreinum afgangsviði af ýmsum tegundum.
Ilmur kemur í 18kg pokum sem kosta 1.890 krónur með vsk og fyrir þá stórtæku í 550kg sekkjum sem kosta kr. 52.990 með vsk.
Kíkið í heimsókn og skoðið þessa umhverfisvænu, íslensku vöru.