Lambamerki og fjárgrindur
Nú styttist í sauðburð og tími kominn til að huga að helstu nauðsynjum til að létta verkin og jafnvel lundina á þessu gefandi tímabili sem sauðburðurinn er.
Lambamerkin okkar verða fáanleg eins og endranær en hægt er að panta þau á ákaflega einfaldan hátt hér á vefsíðunni. Þið einfaldlega opnið hlekinn þar sem stendur „Panta lambamerki“ á listanum vinstra megin og farið þá beint inn í pöntunarformið.
Þá höfum við tekið inn sérstakar fjárgrindur sem eru léttar og meðfærilegar og henta vel til skyndiuppsetningar á girðingum fyrir lömb og kindur.
Stærðirnar eru:
1200×1170 mm, verð kr. 8.690 plús vsk.
1800x1170mm, verð kr. 10.990 plús vsk.